Mighty Minky - Vizzy
Mighty Minky - Vizzy
Mighty minky næturbleyjan
Mimi & co. hafa hannað næturbleyju sem auðveldar þér notkun taubleyja á nóttunni án lekavandræða. Mighty minky bleyjan er þróuð með það í huga að henta flestum börnum allan bleyjutímann, vera þægileg og það mikilvægasta af öllu, rakadræg. Bleyjan er sú eina sinnar tegundar og hefur Mimi & co. einkarétt á framleiðslu hennar. Bleyjan er mjúk viðkomu og þornar hratt eftir þvott. Með bleyjunni fylgir Supersoaker maxi innleggið sem er sérhannað með næturnar í huga.
- One size fits most (ca. 3,5-19 kg)
- Hönnuð með það í huga að flest börn geti notað hana allt bleyjutímabilið
- Með mjúkum rúlluðum teygjum við lærin sem draga úr líkum á rauðum förum á lærum.
- Innra lag er stay-dry wicking flísefni sem heldur barninu þurru í gegnum nóttina.
- Með mjúku minky efni við kviðinn sem dregur úr líkum á leka.
- Mjúkar teygjur við kvið og bak.
- Rúmgóður vasi sem er opinn að aftan fyrir innleggin.
Supersoaker maxi innlegg
Supersoaker maxi innleggið er hannað með næturnar í huga, til þess að vera mjög rakadrægt en þorna á sama tíma hratt eftir þvott. Þú getur stjórnað rakadrægninni með því að brjóta innleggið saman á mismunandi vegu í bleyjuna.
- Tvö lög GSM bambus bómull og tvö lög af hemp bómull
- 12 lög af rakadrægni sé innleggið brotið í þrennt og heldur um 340 ml af vökva.
- Hönnunin tryggir það að innleggið þorni hraðar en ella.
- Hægt að brjóta saman á mismunandi vegu og aðlaga eftir því sem hentar þínu barni best.
Með Mighty minky bleyjunni og supersoaker maxi innlegginu ættu flestir að vera vel settir fyrir nóttina, án lekavandræða.