Um okkur

Míó & Miko er fjölskyldurekin barnavöruverslun sem býður upp á taubleyjur og aðrar barnavörur og leggjum við áherslu á gæðavörur fyrir barnið þitt.

Hjá okkur færð þú taubleyjur og fylgihluti frá ástralska gæðamerkinu Mimi & co. en hjá þeim er mikil áhersla lögð á öll smáatriði og að vörurnar séu sem allra notendavænastar og að þær henti sem flestum ungbörnum.

Ef þú ert með einhverjar spurningar til okkar, vangaveltur, eða jafnvel hugmynd að vöru eða merki sem þú vilt sjá í vöruúrvali okkar hvetjum við þig til að hafa samband á netfangið mioogmiko@gmail.com